*

Ferðalög 28. október 2013

Nýr alþjóðaflugvöllur í Dubai opnar

Al Maktoum International Airport í Dubai verður senn stærsti flugvöllur í heimi og mun taka á móti 160 milljónum farþega á ári.

Í gær lenti fyrsta flugvélin á nýjum alþjóðaflugvelli í Dubai. Hann er staðsettur í Jebel Ali og er hluti af einskonar flugsamgöngumiðstöð eða „aviation city“.

Flugvöllurinn heitir Al Maktoum International Airport og verður stærsti flugvöllur í heimi þegar allir hlutar hans verða teknir í notkun. 

Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air var fyrsta flugfélagið sem fékk að lenda flugvél sinni á flugvellinum. Hann hefur þó verið opinn fyrir fraktflutningavélar síðan 2010. 

Í dag er ein flugbraut opin á flugvellinum en eftir nokkur ár verða fimm flugbrautir í notkun og mun flugvöllurinn því geta tekið á móti 160 milljónum farþega á ári og 12 milljónum tonna af cargo. Til að setja þessar tölur í samhengi þá tekur alþjóðaflugvöllurinn í Atlanta á móti flestum farþegum í heiminum í dag en það voru um 95 milljónir farþegar árið 2012.

Nánar er fjallað um málið á CNN í dag

 

 

 

Stikkorð: Dubai  • Flugvellir