*

Bílar 3. maí 2017

Nýr Amarok frumsýndur

Nýr Volkswagen Amarok verður frumsýndur á laugardag en þetta er þriðja kynslóð þessa veglega pallbíls.

Amorak býður upp á mikla notkunarmöguleika en hann kemur með aflmikilli þriggja lítra V6 dísilvél með allt að 550 Nm togi og átta gíra sjálfskiptingu. Pallbíllinn er með mikið innanrými og stóran pall. Beygjuradíusinn er innan við 13 m. sem gerir hann einstaklega lipran í borgarumferð auk þess sem hann á að tækla erfiðustu aðstæður með fullkomnu fjórhjóladrifi . Þá er dráttargetan hvorki meira né minna en 3500 kg sem verður að teljast feykilega gott.

Meðal staðalbúnaðar má nefna tvískipta tölvustýrða loftkælingu, fjarlægðarskynjara að framan og aftan, Bluetooth, 18" álfelgur, sjálfvirkan vélarhitara (Webasto) og regn- og birtuskynjara. Í Highline Plus útfærslunni eru að auki meðal annars LED aðalljós og bakkmyndavél. Bíllinn verður frumsýndur hjá Heklu nk. laugardag klukkan 12-16.

Stikkorð: Volkswagen Amarok  • pallbíll  • frumsýning