*

Bílar 4. júní 2018

Nýr Audi 7 frumsýndur

Nýr sportlegur Audi A7 var frumsýndur hjá Heklu um helgina.

Nýr Audi A7 var frumsýndur hjá Heklu um helgina. Þessi sportlegi fjögurra dyra bíll er fallega hannaður og með fínt afl undir húddinu. 

Audi A7 Sportback er með quattro fjórhjóladrifi og 8 gíra tiptronic sjálfskiptingu. Bíllinn kemur með tveimur vélarútfærslum, annars vegar dísilvél sem skilar 286 hestöflum og hins vegar bensínvél sem skilar 340 hestöflum. Dísilútfærslan er með 620 Nm í togi og er 5,7 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið en bensínútfærslan er með 500 NM í togi og er 5,3 sekúndur í hundraðið.

Hönnun bílsins endurspeglast meðal annars fram í flottum ljósabúnaði og laglegum línum eins og Audi er von og vísa. Aðalljós með A7 áletrun sem lúkkar vel og undirstrikar framsækið ytra útlit bílsins. Útsýnisþak er valbúnaður en það veitir 60% meira útsýni. Þegar útsýnisþakinu er lokað veitir sólhlífin 100% vörn fyrir sólarljósi. Marglitur og fullstýranlegur ljósapakki er valbúnaður.

Bíllinn er vel tæknivæddur en innanrýminu eru tveir háskerpuskjáir með snertivirkni sem eru innbyggðir í mælaborðið og eru miðstöð stjórnbúnaðarins. Ökumaður stýrir upplýsinga- og afþreyingarkerfinu á efri skjánum á meðan neðri skjárinn veitir aðgang að loftræstingu, þægindavirkni og textainnslætti.

Stikkorð: Bílar  • Hekla  • Audi 7