*

Bílar 29. apríl 2015

Nýr Audi A6 lentur

Skarpari línur gera nýjan Audi A6 sportlegri og nýjar útfærslur af framljósum gefa honum sterkari svip.

Nýr Audi A6 er lentur í sýningarsal Heklu og nýja útfærslan af þessum lúxusbíl lofar góðu. Skarpari línur gera bílinn sportlegri og nýjar útfærslur af framljósum gefa honum sterkan svip. Með breyttri efnisnotkun við hönnun á bílnum er hann orðinn léttari og með nýjum vélum er eldsneytiseyðslan orðin hreint ótrúleg.

Bíllinn er m.a. í boði með nýrri útfærslu af 2.0 lítra dísilvél sem er 190 hestöfl og togið er 400 Nm. Uppgefin eldsneytiseyðsla er 4,2 lítrar í blönduðum akstri og Co2 gildi er aðeins 109 g/km sem er afar gott miðað við svo stóran bíl.

Þessi bíll tilheyrir vörulínu hjá Audi sem þeir kalla „ultra“ sem er yfirheiti fyrir bíla hjá þeim sem eru einstaklega eyðslugrannir. A6 fæst í Avant útfærslu sem er hlaðbakur og Allroad útfærslu sem er fjórhjóladrifin og má nánast flokka sem jeppling.

Stikkorð: Audi A6