*

Bílar 30. nóvember 2012

Nýr Audi ofurbíll á þróunarstigi

Nýi bíllinn verður með aflmikilli dísilvél og rafmóturum og skilar hún 525 hesthöflum.

Róbert Róbertsson

Þýski lúxusbílframleiðandinn Audi hyggst þróa nýjan ofurbíl með aflmikilli dísilvél og rafmótorum. Bíllinn er byggður á R8 e-Tron Quattro frá Audi sem m.a. hefur sigrað í Le Mans aksturskeppninni.

Audi leggur mikið í þennan nýjan bíl sem byggir á R8 ofurbílnum og verður hannaður í nánu samstarfi við akstursíþróttamenn. Audi kynnti endurbættan R8 í júlí sem lofar góðu. V10 vélin skilar 525 hestöflum og ný sjöþrepa sjálfskipting er í bílnum. Verðið á honum í Evrópu er 130 þúsund evrur, tæpar 20 milljónir.

Lítið hefur verið gefið upp um framleiðslu nýja ofurbílsins nema að fréttir herma að nafn hans verði R10. Þó hefur spurst út að bíllinn verður með yfirbyggingu úr koltrefjaefnum og dísilvél sem verður ekki stærri en átta strokka. Með rafmótorunum verður afkastageta hans mjög mikil.

Stikkorð: Audi  • Audu