*

Bílar 26. júlí 2018

Nýr Audi Q3 á leiðinni

Nýr Audi Q3 sportjeppi er væntanlegur á markað á næstu mánuðum. Nýi bíllinn er stærri og að sögn Audi hefur ýmislegt verið gert til að efla enn frekar aksturseiginleika bílsins.

Nýr Audi Q3 sportjeppi er væntanlegur á markað á næstu mánuðum. Nýi bíllinn er stærri og að sögn Audi hefur ýmislegt verið gert til að efla enn frekar aksturseiginleika bílsins.

Audi hefur verið á fullu að koma fram með nýjar kynslóðir af bílum sínum að undanförnu og má þar nefna A1, A6, A7 og A8 auk nýrra útfærslna af A4 og sportbílnum TT. Það var því alveg kominn tími á að setja nýjan Q3 á göturnar.

Nýr Audi Q3 verður 97 mm lengri og 18 mm breiðari en sá sem er á götunum nú. Undirvagn nýja bílsins er hinn sami og í VW Tiguan og Skoda Kodiaq en þeir hafa komið vel út. Nokkrar bensínvélar verða í boði í nýja Q3 m.a. 1,5 lítra sem mun skila 148 hestöflum. Tvær tveggja lítra bensínvélar verða í boði sem skila 178 og 225 hestöflum. Eina dídilvélin sem Audi hefur sagt að verði í nýja bílnum er 2 lítra 150 hestafla. Nýi sportjeppinn verður að sjálfsögðu með Quattro fjórhjóladrifinu frá Audi.