*

Bílar 8. febrúar 2017

Nýr bíll frá Peugeot

Franski bílaframleiðandinn Peugeot hefur sent frá sér nýjan 3008 Crossover sem verður frumsýndur hér á landi nk. laugardag.

Franski bílaframleiðandinn Peugeot hefur sent frá sér nýjan 3008 Crossover sem verður frumsýndur hér á landi nk. laugardag. Bíllinn hefur þegar vakið mikla thygli og er tilnefndur sem Bíll ársins í Evrópu 2017 og hefur nú þegar hlotið nafnbótina bíll ársins í Danmörku.

Nýr Peugeot 3008 er hár frá götu, 22 cm. undir lægsta punkt og má segja að þetta sé klassískur Crossover hvað það varðar. Ökumaður og fareþgar sitja því hærra í bílnum en venjulegum fólksbíl.

Bíllinn þykir laglegur í hönnun og innanrýmið er smart. Þar er m.a. ný kynslóð af i-Cockpit mælaborði og stjórntækjum. Þar sest ökumaður inn í stafrænan heim með 8" snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum. Tæknin er á sínum stað hjá Frökkunum. Þráðlaus tækni hleður síma og með Mirror Screen tækninni er hægt að nota Apple Car Play eða Mirror Link fyrir Android til að tengja snjallsíma við 8" skjáinn.

Peugeot 3008 SUV er framdrifinn og vel búinn öryggiskerfum m.a. með spólvörn og stöðugleikakerfi. Til viðbótar er hægt að fá bílinn með öflugri spólvörn, Grip Control. Brekkuaðstoð er hluti af Grip Control bílsins og hún aðstöðar ökumenn við að taka af stað í halla en einnig til að fara niður mjög brattar brekkur, þar sem fara þarf mjög gætilega. Bíllinn verður frumsýndur hjá Brimborg nk. laugardag kl. 12-16.

Stikkorð: Peugeot  • frumsýndur  • 3008