*

Bílar 29. maí 2014

Nýr bíll frá Renault

Renault Captur á að höfða fyrst og fremst til þeirra sem vilja hagkvæman og eyðslugrannan bíl.

Renault Captur er glænýr bíll frá franska bílaframleiðandanum sem frumsýndur var hjá BL um síðustu helgi. Þetta er nýtískulegur bíll með ferskt útlit og hönnunin er nokkuð ögrandi. Captur var frumsýndur á bílasýningunni í Genf í mars sl. 

Bíllinn á að höfða fyrst og fremst til þeirra sem vilja hagkvæman og eyðslugrannan bíl. Hann er með 1,5 lítra dísilvél sem skilar 90 hestöflum sem er ekkert sérstaklega mikið en eyðir aðeins 3,6 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri samkvæmt tölum frá framleiðanda. 

Bíllinn kemur prýðilega vel búinn með 7 tommu snertiskjá með Íslandskorti, LED dagljósum, handfrjálsum símabúnaði og Start/Stop ræsibúnaði svo eitthvað sé nefnt.

Stikkorð: Renault