*

Bílar 12. ágúst 2021

Nýr bíll frá Volkswagen

Stefnt er að Taigo, nýi jepplingurinn frá Volkswagen, komi á markaði í Evrópu í lok þessa árs.

Róbert Róbertsson

Volkswagen hefur frumsýnt myndir af nýjum bíl sem ber heitið Taigo. Um er að ræða framhjóladrifinn jeppling sem er á milli T-Cross og T-Roc í stærð.

Volkswagen Taigo er byggður VW Nivus sem framleiddur er fyrst og fremst fyrir bílamarkaði í Suður-Ameríku en hönnuðir Volkswagen breyttu honum fyrir Evrópumarkað. Taigo er byggður á MQB A0 undirvagninum, sem einnig er undir VW Polo, T-Cross og T-Roc. Taigo mun án efa fá vélarnar úr þessum bílum.

Minnsta vélin er eins lítra bensínvél með forþjöppu en hún er bæði með 94 og 108 hestafla útfærslum. Öflugasta vélin verður 1,5 lítra TSI bensínvél með forþjöppu sem skilar 148 hestöflum. Verður með IQ díóðuljósum sem staðalbúnað og 9,2 tommu upplýsingaskjár verður í boði í dýrari útfærslum bílsins. Stefnt er að bíllinn komi á markaði í Evrópu í lok þessa árs.

Stikkorð: Volkswagen  • Taigo