*

Hleð spilara...
Bílar 13. september 2013

Nýr sportbíll frá Volvo í anda P1800

Sænski bílframleiðandinn kemur skemmtilega á óvart í Frankfurt.

Erlendum bílablaðamönnum hefur orðið tíðrætt að undanförnu að fátt nýtt hafi komið frá Gautaborg að undanförnu.

Volvo kom þeim því sannarlega á óvart í Frankfurt með nýjum hugmyndasportbíl sem kallast Volvo Concept Coupe. Bíllinn er knúinn áfram með tveggja lítra bensínvél og rafmagnsvél sem samtals skila um 400 hestöflum. 

Bíllinn er virkilega fallegur og hönnuðum hans hefur tekist að halda í sérkenni Volvo, klassískan en um leið sportlegan.

Hönnun hans á sér sterka skírskotun þekktasta sportbíll sænska bílaframleiðandans, P1800. Roger Moore ók um á í hlutverki Dýrlingsins Simon Templar. Sá bíll var árgerð 1962 og er samskonar bíll á bás Volvo í Frankfurt, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Volvo mun byggja nýjan XC90 jeppa, sem er einmitt uppáhalds bíll Karenar Kjartansdóttur fréttamanns, á sportbílnum. Hann verður frumsýndur á næsta ári.

Nýi og gamli tíminn eru báðir á sýningunni í Frankfurt, sem stendur til 22. september.

Stikkorð: Volvo  • Volvo Concept Coupe