*

Bílar 29. október 2015

Nýr BMW X1 mættur til leiks

Hinn nýi BMW X1 hefur verið endurhannaður frá grunni að utan.

Glænýr BMW X1 hefur nú fengið á sig ættarsvip annarra bifreiða í fjórhjóladrifnu X-línu BMW. Yfirbyggingin er hærri en á forveranum um einhverja 5 sentímetra, og hæð sætanna er 6 sentímetrum meiri. Þetta býður upp á talsvert meira útsýni jafnt sem fótarými.

Innrétting bílsins er stílhrein og algerlega ný, full af aukabúnaði og smáatriðum til að gera lífið auðveldara og þægilegra. Til að mynda er farangursrýmið 505 lítrar, og hægt að auka það í 1550 lítra.

Fjórhjóladrifið er nú með léttari og þróaðri vökvakúplingu sem hefur nákvæmari stýringu á virkni og afldreifingu drifsins. X1 nýtir eldsneyti betur en forverinn, vegna þess að afli vélarinnar er dreift milli hjóla eftir veggripi að hverju sinni. Þannig hámarkar X1 veggrip.

Auk xDrive fjórhjóladrifsins er nýr BMW X1 nú í boði með framhjóladrifi, í sDrive útgáfu. Tvær bensínvélar eru í boði sem skila 192 og 231 hestafli.

Nýr BMW X1 verður frumsýndur í B&L á laugardaginn næstkomandi milli klukkan 12-16.

Stikkorð: Bílar  • BMW X1