*

Bílar 6. ágúst 2019

Nýr BMW X6 Coupé í Frankfurt

M útgáfa hins nýja sportjeppa verður með 4,4 lítra V8 vél sem skilar 530 hestöflum og 750Nm togkrafti.

BMW frumsýnir nýjan X6 Coupé sportjeppa á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt sem hefst um miðjan september.

BMW leggur mikinn metnað í hinn nýja X6 Coupé en bíllinn er byggður á sömu stoðum og nýr X5. Allar gerðir X6 Coupé koma með 8 gríra sjálfskiptingu og X-Drive, hinu rómaða fjórhjóladrifi BMW.

BMW mun bjóða upp á nokkrar vélarútfærslur með bæði bensíni og dísil. Sú gerð sem vekur líklega mesta kátínu er M útgáfan með öfluga 4,4 lítra V8 vél með tvöfalda forþjöppu. Það er nóg afl undir vélarhlífinni á þessari gerð sem skilar sportjeppanum 530 hestöflum og 750Nm snúningsvægi. Með þessari vél er X6 Coupé aðeins 4,3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.

Hinn nýi X6 Coupé er flottur að innan sem utan. Hann er með 12,3 tommu skjá sem sýnir allt það helsta sem þarf fyrir aksturinn og afþreyingu. Bíllinn er stærri en áður og kemur nú með 580 lítra skotti.

Stikkorð: BMW