*

Bílar 8. desember 2016

Nýr C-HR boðinn sem Hybrid bíll

Nýr Toyota C-HR var kynntur bílablaðamönnum í Madríd í síðustu viku.

Nýr Toyota C-HR var kynntur bílablaðamönnum í Madríd í síðustu viku. Bíllinn er glærnýr úr smiðju Toyota og er svokallaður Crossvoer þ.e. hann liggur svolíðit á milli þess að vera fólksbíll og jepplingur.

Nafn bílsins er eftirtektarvert en það stendur fyrir Coupe High-Rider. Bíll er framúrstefnulegur í útliti bæði að utan og innan en hinn laglegasti að sama skapi. Fallega lagað húddið er látið flæða yfir brettalínuna sem gefur bílnum sérstakt útlit sem fer vel með áberandi framljósunum og demantslaga grillinu. Handföngin á afturhurðunum eru efst í horninu og svolítið falin þannig að við fyrstu sýn virðist bíllinn vera þriggja dyra í stað fimm. Innanrýmið er laglegt og nokkuð ólíkt því sem Toyota hefur boðið upp á bílum sínum.

Tvær vélargerðir verða í boði og munu þær báðar fást hérlendis. Annars vegar er 1,8 lítra bensínvél með Hygbrid kerfinu og hins vegar 1,2 lítra bensínvél. Búast má fastlega við að Hybrid bíllinn verði mun vinsælli hér á landi sem annars staðar. Bíllinn kemur á markað hér á landi í byrjun næsta árs. Þá verður fjallað ítarlegra um bílinn og reynsluakstur á honum í Viðskiptablaðinu.

Stikkorð: bílar  • Toyota CHR  • Crossover