
Ný kynslóð Mercedes-Benz A-Class verður frumsýnd í bílaumboðinu Öskju nk. laugardag 17. nóvember frá 12-16. Nýja kynslóðin er mikið breytt frá fyrri gerð sé litið til hönnun og aksturseiginleika.
Bílinn er straumlínulagaður á hliðunum og sportlegur að aftan en innréttinginginn þykir einnig sportleg.
Hægt er að tengja iPhone við tæknibúnað bílsins og nýta símann til fulls.
Bensín- og dísilvélar eru taldar afkastamiklar en einnig eyðslugrannar. A-Class verður í boði með tveimur bensínvélum, 1,6 og 2,0 lítra. Þá verða aflmiklar dísilvélar einnig í boði í nýju kynslóðinni. Allar gerðirnar í nýju A-línunni verða með ECO start/stopp búnaði. Hægt verður að fá bílinn með nýrri sex gíra beinskiptingu eða 7G-DCT sjálfskiptingu.
Hér má myndband af bílnum: