*

Bílar 27. nóvember 2018

Nýr Evoque á leiðinni

Jagu­ar Land Rover hef­ur svipt hul­unni af nýrri kyn­slóð Range Rover Evoque.

Jagu­ar Land Rover hef­ur svipt hul­unni af nýrri kyn­slóð Range Rover Evoque. Þessi netti sportjeppa koam fyrst á markað árið 2010.

Von er á nýrri kyn­slóð Evoque hingað Íslands næsta vor samkvæmt upplýsingum frá BL, umboðsaðila Jaguar Land Rover á Íslandi.

Nýr Evoque er á nýj­um und­ir­vagni og bú­inn meiri tækni og munaði en áður enda er yf­ir­bygg­ing­in bæði lengri og hærri og bíll­inn auk þess lengri milli hjóla til að skapa meira innra rými. Þá er Evoque einnig fyrsti bíll fram­leiðand­ans sem boðinn verður í mildri ten­gilt­vinnút­gáfu og síðar hreinni ten­gilt­vinnút­gáfu. 

Að hönn­un nýs Evoque komu meðal ann­ars hönnuðir og fram­leiðend­ur lúxusvara í fremstu röð. Má þar nefna Ashley Williams og breska tísku­húsið Mul­berry. Nýr Evoque kem­ur á markað í byrj­un næsta árs og fer til að byrja með á helstu lyk­il­markaði Evr­ópu. Eins og áður segir er bíllinn væntanlegur til Íslands næsta vor.