*

Tölvur & tækni 14. maí 2013

Nýr farsími frá Nokia í næsta mánuði

Nokia Lumia 925 gæti verið fáanlegur hér á landi þegar nær dregur hausti.

Forsvarsmenn finnska farsímaframleiðandans Nokia kynntu nýjan Lumia-síma til sögunnar á blaðamannafundi í London í morgun. Síminn heitir Nokia Lumia 925 og verður næsta skref við Lumia 920 sem kom á markað í fyrra. Nýi síminn kemur á markað í Evrópu og Asíu í næsta mánuði. Ekki liggur fyrir hvenær hann verður fáanlegur hér á landi en samkvæmt upplýsingum frá Hátækni, umboðsaðila Nokia á Íslandi, gæti hann orðið fáanlegur þegar nær dregur hausti, jafnve í ágúst eða september.

Á tæknibloggi Hátækni segir að nýi síminn muni svipa mjög til Nokia Lumia 920. Síminn er með 16GB innbyggt minni, 1 GB vinnsluminni og 8,7 MP myndavél með linsu frá Carl Zeiss. Á tækniblogginu segir ennfremur að Nokia Lumia 925 er með mun þróaðri útgáfu af hugbúnaðinum og reikinformúlunum sem Nokia notar til þess að ná t.d. góðum myndum við léleg birtuskilyrði. Þótt myndavélin sé sú sama í báðum símum þá sé sú í nýja símanum í raun orðin betri. 

Síminn er úr málmi ekki ósvipuðum Nokia N8 en þynnri en Nokia Lumia 920.

Þá segir á tækniblogginu að á blaðamannafundinum í morgun hafi Nokia kynnt nýjan hugbúnað sem mun fylgja með símanum og verða aðgengilegur í stórri uppfærslu fyrir aðra Windows Phone 8-síma í sumar. Hæst beri uppfærsla á myndavéla-appi sem heitir Nokia Smart Camera. Þá kynnti Nokia sömuleiðis samstarf sitt við Hipstamatic og nýtir app þess, Oggl. Því svipi mjög til Instagram en með Oggl er hægt að deila myndum áfram beint úr appinu inn á Oggl og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Instagram, Facebook og Twitter. 

Hér má myndskeið um nýja símann.

Stikkorð: Nokia  • Nokia Lumia 925