
Ford Ka+ er bíll með litríkan persónuleika og það er raunar hægt að kalla hann snjallbíl því hann er margvíslegan skemmtilegan búnað. Þessi netti fólksbíll verður frumsýndur nk. laugardag.
Ford Ka+ skartar nýju útliti, nýju grilli og framljósum. Hægt er að hringja með raddstýringu, svara símtölum, hlusta á sms skilaboð eða spilað uppáhalds tónlistina þína.
Til viðbótar er Ford SYNC öryggisbúnaður því ef þú lendir í óhappi þá hringir kerfið sjálfkrafa í 112 og sendir um leið nákvæm GPS hnit bílsins.
Hann er einnig með stöðugleikastýringu (ESP) og hemlalæsivörn (ABS) með hemlajöfnun (EBD) sem er staðalbúnaður.
Innra rými Ford KA+ er stílhreint og notendavænt. Hvert smáatriði er útpælt má segja. Bíllinn er nettur borgarbíll en til viðbótar við 270 lítra farangursrýmið eru samtals 21 geymsluhólf í innra rými bílsins.
Bíllinn er eyðslugrannur og eyðslan aðeins frá 3,9 lítrum á hundraðið. Þá er hann einnig umhverfisvænn með CO2 losun frá 110 g/km. Frumsýningin fer fram í sýningarsal Ford hjá Brimborg nk. laugardag kl 12-16.