*

Bílar 14. júlí 2018

Nýr Ford Transit Custom

Nýr Ford Transit Custom er kominn til landsins en talsverð eftirvænting hefur verið eftir bílnum meðal margra atvinnubílstjóra.

Róbert Róbertsson

Breytingarnar á nýjum Custom þykja sérlega vel heppnaðar, bæði að innan sem utan. Staðalbúnaðurinn er ríkulegur eins og í öllum Ford Transit. Hægt að að velja undirgerðir sem eru enn betur búnar fyrir tiltölulega lítinn viðbótarkostnað en þetta eru Edition og Trend útfærslurnar. Nýr Custom er fáanlegur bæði beinskiptur og sjálfskiptur og í tveimur lengdum. Transit Custom setur ný viðmið fyrir notkunarmöguleika og hleðslurými, bætir afköstin fyrir bílstjóra og ásýnd hans vekur eftirtekt.

Hægt að fá niðurfellanlega þakboga

Ökumanns- og farþegarýmið eru vel útbúin og þægileg. Stýrið er fjölstillanlegt og allir takkar innan seilingar. Stillingar fyrir hljómtæki og aksturstölvu og einnig hraðastillir eru einnig í stýrinu. Fjöldi geymsluhólfa fyrir ýmsan búnað og smáhluti er mikill og margbreytilegur. Hvort sem það vantar geymsluhólf fyrir pappír, flöskur eða stærri hluti, þá má finna slík hólf í farþegarýminu.

Hleðslurýmið er enn stærra en það lítur út fyrir að vera að utan. Hægt er að flytja allt að þrjár europallettur og hólf undir framsæti (aðgengilegt bæði frá farþega- og flutningsrými) veitir 93 lítra viðbótarrými og veitir m.a. möguleikann á að flytja 3,45 metra langa hluti (t.d. rör). Hægt er að fá niðurfellanlega þakboga á Transit Custom sem þola allt að 130 kg burð. Þegar þeir eru ekki í notkun er hægt að fella þá niður í toppinn til að minnka loftmótstöðu sem minnkar bæði eyðslu og kemur í veg fyrir vindgnauð. Transit Custom fæst í tveimur lengdum annars vegar L1 þar sem lengd hleðslurýmis er 2550 mm og L2 þar sem lengdin er 2922 mm.

Nánar er fjallað um málið í Atvinnubílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Ford  • Transit  • Custom