*

Tölvur & tækni 19. febrúar 2013

Nýr Galaxy sími á leiðinni frá Samsung

Þann fjórtánda mars næstkomandi mun nýjasta útgáfan af Galaxy S snjallsímanum væntanlega líta dagsins ljós.

Nær öruggt þykir að Samsung muni  14. mars næstkomandikynna til sögunnar nýjustu útgáfuna af Galaxy snjallsímanum, sem gert er ráð fyrir að muni hljóta nafnið Galaxy S IV. Vefsíðan The Verge segir að orðrómur þess efnis hafi farið af stað í dag, m.a. eftir umfjöllun SamMobile síðunnar, sem þykir vera vel að sér um stöðu mála innan Samsung. Í kjölfarið hafi The Verge fengið það staðfest að þann 14. mars muni Samsung kynna eina eða fleiri nýjar græjur og eins og áður segir er fastlega gert ráð fyrir því að þar á meðal verði nýr snjallsími.

Ekki er mikið annað vitað um hinn væntanlega síma. The Verge hefur þó eftir sínum heimildarmönnum að áherslan verði frekar á sniðugar lausnir og þjónustu frekar en á harða tækni. Ekki eigi því að búast við því að fjöldi kjarna í örgjörvanum verði áberandi í kynningunni. Heimildarmenn síðunnar lofa því hins vegar að stökkið frá Galaxy S III í S IV símann verði stærra en stökkið frá S II í S III.

Kaupstefnan Mobile World Congress verður haldin í næstu viku og fyrst Samsung ætlar ekki að kynna símann þar er búist við því að fyrirtækið sýni þar í fyrsta skipti Galaxy Note 8.0 spjaldtölvuna.

Stikkorð: Samsung  • Galaxy SIV