*

Sport & peningar 21. maí 2013

Nýr golfskóli opnaður á Spáni

Golfáhugafólk getur nú slegið kúluna á velli sem spænska golfgoðsögnin Bellesteros hannaði.

Golfvöllurinn Golf Novo Sancti Petri í Cadiz-héraði á Spáni hefur nú opnað Nicklaus Academy golfskóla. Nicklaus Academy golfskólarnir eru kenndir við goðsögnina Jack Nicklaus og hafa fest sig í sessi í hópi virtustu golfskóla heims, enda þekktir fyrir hágæða golfkennslu.

Fram kemur í tilkynningu að þetta er fyrsti golfvöllurinn á Spáni sem hannaður var af goðsögninni Severiano Ballesteros. Þar eru tvær 18 holu brautir (báðar par 72) sem eru hannaðar þannig að allt frá byrjendum upp í atvinnumenn geta spilað vellina í takt við eigin getu. Fjölmargar vatnsgryfjur, suðrænn gróðurinn, andvarinn af sjónum og stórfenglegt útsýni til sjávar eru megineinkenni IBEROSTAR Golf Novo Sancti Petri.

Þá segir í tilkynningunni að opnun Nicklaus Academy golfskólans kemur IBEROSTAR Golf Novo Sancti Petri enn betur á kortið sem einum af áhugaverðustu golfvöllum í Evrópu. Þangað geta áhugasamir kylfingar nú sótt golfkennslu á heimsmælikvarða auk þess að spila á glæsilegum golfvelli. Nicklaus Academy beitir kennsluaðferðum sem þróaðar eru af Jack Nicklaus sjálfum en þær ganga út á að laga golfsveifluna að sérkennum nemandans en ekki öfugt. Þannig fást bæði hámarksárangur og hámarksánægja úr golfiðkuninni.

Tvö hótel sem Iberostar-hótelkeðjan rekur í bænum Chiclana eru staðsett í um 250 metra fjarlægð frá golfvellinum: IBEROSTAR Royal Andalus og IBEROSTAR Andalucía Playa. Bæði hótelin bjóða, auk golfaðstöðunnar, fyrsta flokks þjónustu, veitingastaði, baðhús og aðra afþreyingu.

Stikkorð: Golf  • Golf Novo Sancti