*

Bílar 12. desember 2017

Nýr hugmyndabíll frá Nissan

Bíllinn hefur fengið nafnbótin IMx og er hreinn rafbíll en um er að ræða sportjeppa með 600 km drægni.

Nissan kynnti nýjan hugmyndabíl á bílasýningunni í Tókýó sem hefur fengið nafnbótina IMx og er hreinn rafbíll. 

Um er að ræða nettan sportjeppa sem verður með 600 km drægni og fjórhjóladrifinn. Rafmótorar skila 320 kW orku og 700 Nm togi til allra fjögurra hjóla bílsins. Samanlagt skila rafmótorar bílsins 430 hestöflum sem er alveg fyrirtak. IMx verður mjög tæknivæddur og á að vera sjálfakandi að einhverju leyti.

Nissan hefur lýst því yfir að bíllinn eigi að gefa innsýn inn í framtíðina og hversu vænta má þar. Bíllinn á m.a. að styrkja samband ökumanns og bíls og verður fróðlegt að sjá hvernig það verður kortlagt af japanska bílaframleiðandanum. Það er gert til að aksturinn verði ganglegri og öruggari í framtíðinni. Hönnun sportjeppans er framúrstefnuleg og sportleg. Að framanverðu er V-laga grillið mjög áberandi og hann er einnig með sérstakar og eftirverðar línur í hliðunum. Nú er bara spurning með framhaldið hvort IMx mun líta út svona út í endanlegri mynd eða hvort hann fær einhverjar íhaldsamari hönnun sem er alveg viðbúið þegar hann fer í framleiðslu.