*

Bílar 3. október 2016

Nýr hugmyndabíll frá Volkswagen

Volkswagen kynnti nýja kynslóð rafbíla í París. Bílinn ber nafnið ID.

Volkswagen kynnti nýjustu kynslóð rafbíla á bílasýningunni í París. Bíll­inn ber nafnið ID og er svipaðrar stærðar og Golf. Skamm­stöf­un­in stendur fyr­ir In­telli­g­ent Dri­ve.

Bíllinn er enn á hugmyndastiginu en vakti talsverða athygli á sýningunni í París. Volkswagen hef­ur verið að gera fína hluti í framleiðslu þar á meðal e-Golf. Í bílnum er rafhlöðurnar í gólfi bíls­ins og einn eða tveir raf­mótor­ar við ann­an hvorn öxul­inn eða báða. Einn raf­mótor er í ID bíln­um sem skilar 167 hestöflum. Stefnan er að bíllinn muni draga á bil­inu 400-600 kíló­metr­ar og það á ein­ung­is að taka 15 mín­út­ur að hlaða tóm­ann geymi í 80% hleðslu. Og nú er bara spennandi að sjá hvort hugmyndabíllinn verði að veruleika sem verður að teljast líklegt.

Volkswagen kynnti einnig á sýningunni í París nýjan Tiguan í R-Line útfærslu sem og nýja útgáfu af e-Golf Touch rafbílnum.

Stikkorð: Volkswagen  • París  • bílasýning  • ID