*

Bílar 18. október 2012

Nýr og stærri Hyundai Santa Fe

Huyndai kynna nýja útgáfu af sportjeppanum Santa Fe sem meðal annars er búinn nýjum gírskiptingum.

Nýr og breyttur Santa Fe

Ný kynslóð af Hyundai Santa Fe er komin á markað hér á landi og var kynnt á dögunum hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni sem er í eigu BL. Þessi vinsæli sportjeppi kemur með nýjum dísil- og bensínvélum en eldsneytiseyðslan er 6,7 lítrar á hundraðið í dísilútfærslu. Nýja útgáfan hefur stækkað aðeins og er nú tæplega 4,7 metrar á lengd.

Santa Fe er búinn nýjum gírskiptingum sem ætlað er að nýta eldsneytið betur með nýrri skiptitækni og samhæfingu milli vélar og gírkassa. Hann er búinn sex gíra sjálfskiptingu. Fjöðrunin sjálf byggir á nýrri og endurhannaðri McPherson framfjöðrun gefur meiri stöðugleika og mýkt í akstri. Endurbætt fjölarma afturfjöðrun er ætlað að auka aksturseiginleika og rými.

Nýi sportjeppinn er nokkuð breyttur í hönnun og útliti að innan sem utan. Að innan er mælaborðið bjart og skýrt með fallegri baklýsingu Upplýsingar úr aksturstölvu birtast á 7 tommu LCD skjá í mælaborði. Leiðsögubúnaðurinn gerir einnig kleift að fylgjast með upplýsingum um aksturinn og þeim fjölmörgu afþreyingamöguleikum sem í boði eru. Hægt er að spila af geisladiski eða tengt sig við lagasafn viðkomandi með MP3 tengingu og þá geta menn notið hljóms úr allt að 10 hátölurum og auka kraftmagnara.

Nýr Santa Fe er vel búinn þegar kemur að öryggismálum. Hann er með 7 loftpúða og veltuskynjara. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega, hliðar- og gardínuloftpúðar auk hnéloftpúða tryggja öryggi ferðalanga. Veltuskynjari getur einnig gangsett loftpúðana lendi bíllinn í þannig kringumstæðum. Hyundai býður 5 ára ábrygð á bílum sínum og er einnig með nýja Santa Fe. Grunnverð á sportjeppanum er frá 7.290.000 kr. samkvæmt upplýsingum frá BL.

Hér má sjá myndband af prufukeyrslu Rumblestrip.NET á þessum nýja sportjeppa.

Stikkorð: Hyundai Santa Fe