*

Tíska og hönnun 12. maí 2017

Nýr Icelandair Saga Lounge opnaður

Ný setustofa Icelandair á Keflavíkurflugvelli var opnuð í gær, en hún er um tvöfalt stærri en sú eldri.

Í gærkvöldi opnaði Icelandair nýja setustofu, Saga Lounge, í nýrri byggingu á efstu hæð flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Um er að ræða 1.400 fermetra setustofu, sem er um tvöfalt stærri en sú eldri, sem var í kjallara flugstöðvarinnar. Sætum og veitingastöðum er fjölgað og þægindi aukin, að því er segir í tilkynningu.

Icelandair Saga Lounge er einn af fjölsóttari samkomustöðum landsins en gert er ráð fyrir að gestir félagsins þar verði um 120 þúsund á árinu. Setustofan var hönnuð af Eggert Ketilssyni og Stíg Steinþórssyni, sem höfðu að leiðarljósi stefnu Icelandair um að bjóða viðskiptavinum íslenska upplifun með lita,- og efnisvali og sérstökum munum eins og afsteypu af þekktum álfasteini.

Stikkorð: Icelandair
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is