*

Tölvur & tækni 11. desember 2012

Nýr iPhone gæti komið í sumar

Ötull greinandi segir líkur á að Apple setji iPhone 5S á markað á nýju ári.

Peter Misek, sérfræðingur hjá greiningarfyrirtækinu Jefferies, spáir því að Apple setji nýjan iPhone-síma á markað næsta sumar, nánar tiltekið í júní. Misek segir hann verða með betri myndavél en nýjasti síminn, betri skjá, bætta rafhlöðuendingu og fleira í þeim dúr. Síðasti síminn sem leit dagsins ljós úr smiðju Apple að sumri var iPhone 4. 

Misek og Jefferies er vafalítið með ötulustu greinendum Apple en hann hefur margoft birt spár um næstu vörur Apple. Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times segir að öðru máli gegni þegar komi að því hvort spár hans gangi eftir. Hann hafi m.a. ekki spáð rétt fyrir um sjónvarp Apple. Hvað símana snerti hafi honum þó tekist að lesa rétt í kristalskúluna.

Misek reiknar með að kaupendur símans geti valið um nokkra liti, þ.e. hugsanlega um allt frá sex til átta. iPad Touch-spilarar Apple koma einmitt í nokkrum litum. 

Síminn, samkvæmt Misek, mun heita iPhone 5S. Nýjasti síminn, iPhone 5, kom á markað í haust.

Stikkorð: iPhone 5