*

Tölvur & tækni 14. september 2015

Nýr iPhone 6 slær í gegn

Talið er að sölumetið frá því í fyrra þegar um tíu milljón eintök seldust fyrstu helgina verði slegið.

Forsala á nýjustu útgáfu iPhone 6 hófst með látum og hefur fyrirtækið sagt að ef salan heldur áfram á svipuðum hraða næstu daga þá mun sölumetið frá því í fyrra vera slegið. En þá seldust um tíu milljón eintök fyrstu helgina. Þetta tilkynnti Apple í dag og við fregnirnar hækkaði hlutabréfaverð fyrirtækisins um 2%. Þetta segir í frétt Reuters

Apple hefur ekki gefið út nákvæmar sölutölur en sérfræðingar telja að um 4,5 milljón manna hafi pantað símann á fyrstu 24 tímunum í samanburði við 4 milljónir árið á undan. 

Nokkrar uppfærslur eru á hinum nýja iPhone líkt og endurbætt myndarvél og ný tækni sem er kölluð 3D Touch. Stjórnendur Apple telja að það sé mikið svigrúm fyrir fyrirtækið til að vaxa þar sem aðeins brot af notendum símans hafa skipt yfir í iPhone 6.

Stikkorð: Apple  • Iphone