*

Bílar 25. september 2014

Nýr Isuzu D-Max

Forstjóri Isuzu í Evrópu mætir á bílasýningu BL þar sem nýr Isuzu D-Max jeppi verður sýndur.

Ellefu nýir jeppar og jepplingar verða sýndir á bílasýningu BL við Sævarhöfða  á milli klukkan 12 og 16 á laugardaginn. Á sýningunni verður megin áherslan lögð á nýjan Isuzu D-Max, sem nýlega var kosinn pallbíll ársins í Bretlandi. Viðstaddur sýninguna verður Koichi Inoue, forstjóri Izusu í Evrópu.

Auk hins nýja Isuzu D-Max verða á sýningunni sýndir Nissan Qashqai og Pathfinder, Dacia Duster, Subaru Forester XV og Outback. Einnig verða sýndir BMW X1, X3, X4 og X5. Þá verður Land Rover Discovery 4 og Land Rover Evoque sýndir auk nýjustu útgáfu Range Rover Sport, sem er nú að verulegu leyti smíðaður úr áli og því bæði léttari og eyðslugrennri en fyrirrennarinn.