*

Bílar 19. mars 2015

Nýr Kia Optima frumsýndur í New York

Kia Optima er söluhæsta bifreið framleiðandans í Bandaríkjunum.

Róbert Róbertsson

Kia mun svipta hulunni af nýrri kynslóð af Optima á bílasýningunni í New York í næsta mánuði. Kia Optima er söluhæsti Kia í Bandaríkjunum og því kemur ekkert á óvart að bíllinn sé frumsýndur vestanhafs.

Miðað við fyrstu myndir af nýjum Optima er ljóst að straumlínulaga hönnun bílsins sækir margt til hugmyndabílsins Sportspace sem sýndur var á bílasýningunni í Genf á dögunum og vakti þar mikla hrifningu fyrir glæsilegt útlit.

Nýr Optima verður í boði með fjölbreyttar vélarútfærslur, bæði bensín- og dísilvélar auk Hybrid- og Plug-In-Hybrid útgáfu. Vélarnar munu skila fínu afli en á sama tíma Krafmesta vélin mun skila 248 hestöflum.

Þetta er önnur kynslóð Optima sem kom fyrst á sjónarsviðið árið 2010. Nýja kynslóðin verður á sama undirvagni og forverinn. Ný kynslóð bílsins mun koma á markað síðar á þessu ári.

Stikkorð: Kia  • Kia Optima