*

Bílar 22. apríl 2019

Nýr Koenigsegg frumsýndur

Sænski ofursportbíllinn Koenigsegg Jesko var til sýnis á bílasýningunni í Genf, en hann er með 1.600 hestafa vél.

Róbert Róbertsson

Það var margt fallegra og krafmikilla sportbíla á sviðinu á bílasýningunni í Genf á dögunum. Einn þeirra var sænski ofurbíllinn Keonigsegg Jesko.

Þessi magnaði sportbíll er með 1.600 hestöfl í undir húddinu. Bíllinn er með 5,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum en þetta er sama vél og í sportbílnum Koenigsegg Agera. Hinn nýi Jesko nær 483 km hraða hvorki minna né meira. Þetta er mögnuð græja eins og raunar allir sportbílarnir frá Koenigsegg. Gert er ráð fyrir að smíða 125 eintök af Jesko.

Bíllinn er skírður í höfuðið á Jesko von Koenigsegg sem er faðir stofnanda og eiganda bílamerkisins, Christian von Koenigsegg. Hann stofnaði fyrirtæki sitt árið 1994 með það að markmiði að smíða öfluga sportbíla og honum hefur heldur betur tekist vel til. Fyrsti Koenigsegg sportbíllinn kom á markað árið 2002 en það var CC8S. Koenigsegg er með höfuðstöðvar í Angelholm í Svíþjóð.

Stikkorð: Svíþjóð  • Koenigsegg  • sportbíll