*

Bílar 5. júní 2020

Nýr Land Rover Defender 110 kynntur

BL frumsýnir á morgun nýjan Land Rover Defender 110 í samtímis á fjórum stöðum í náttúrlega umhverfi.

BL frumsýnir á morgun nýjan Land Rover Defender 110 í samtímis á fjórum stöðum í náttúrlega umhverfi.

Mismunandi útbúnir Defenderar verður stillt upp með ýmsum aukabúnaði í sínu náttúrulega umhverfi á toppi Úlfarsfells, í hesthúsakerfinu í Víðidal, við Nauthól í Fossvogi og við veitingastaðinn Sjáland í Garðabæ kl 12-16 á morgun. Á hverjum sýningarstað verða mismunandi útfærslur Defender sýndar m.t.t. véla og valbúnaðar auk þess sem sportleg tæki til útivistar verða sýnd með bílunum; hestakerra frá Vallarbraut, Buggýbíll frá Polaris, Mink sporthýsi og topptjald frá Thule.

Land Rover Defender 110 er stærri gerð nýrrar kynslóðar þessa sögufræga bíls undanfarna sjö áratugi. Defender 110 er fáanlegur allt að 7 manna (2+3+2) og í mismunandi útfærslum, Base (standard), S, SE, HSE og X auk First edition til að byrja með. Tvær vélar eru í boði, annars vegar tveggja lítra 240 hestafla dísilvél með tveimur forþjöppum og hins vegar 400 hestafla, þriggja lítra bensínvél HYBRID með rafmótor. Meðaleldsneytiseyðsla er frá 7,5 l/100km/klst. Í öllum gerðum Defender nema X gerðinni er val um dísil- eða bensínvélina. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali mismunandi aukabúnaðar sem aldrei hefur verið jafn ríkulegt og nú. Svo dæmi sé nefnt er hægt að velja Defender með fjarstýrðu dráttarspili, topptjaldi með markísu og myndavél sem sýnir ökumanni undirlagið framan við framhjólin sem alla jafna er utan sjónsvæðis ökumanns.

3,5 tonna dráttargeta og mikil vaðdýpt

Defender 110 er vel búinn í grunnútgáfunni Base. Jeppinn er með millikassa, hátt og lágt drif Terrain Response, sem velur hentugustu stillingar bílsins miðað við akstursskilyrði og í samræmi við upplýsingar sem ökumaður færir inn. Kerfið fínstillir vélina, gírskiptinguna, mismunadrifið og undirvagninn til að hámarka aksturseiginleika, þægindi og grip á ólíku undirlagi. Þá er jeppinn einnig búin rafrænni loftpúðafjöðrun sem má hækka og lækka eftir aðstæðum en í hæstu stöðu er hæð undir lægsta punkt 29,1 cm.

Í farþegarýminu eru sæti fyrir allt að 7 manns eftir vali. Miðlægur upplýsingaskjárinn er tíu tommur (Pivi Pro) og m.a. með þrívíðri umhverfismyndavél og 360° bílastæðakerfi auk þess sem fjölmargir aðrir þættir stjórnbúnaðar bílsins er stýrt af skjánum. Grunngerðin er einnig búin leiðsögukerfinu Connected Navigation Pro svo nokkuð sé nefnt. Burðargeta Defender 110 er allt að 900 kg, þar af má hlaða 300 kg á toppgrindina. Dráttargetan er 3,5 tonn og er óhætt að aka bílnum í vatni sem er allt að 90 cm djúpt sem gerir Defender að einum fjölhæfasta torfærubílnum á sínu sviði og jafnvígan mörgum breyttum bílum.