*

Bílar 2. ágúst 2013

Nýr Lexus IS 300h lofar góðu

Nýr Lexus IS 300h tekur við af IS 250 bílnum sem verið hefur á markaði síðan 2007.

Róbert Róbertsson

Lexus ætlar sér stóra hluti með nýjum IS 300h sem er hluti af nýrri IS línu Lexus, lúxusarms Toyota. Nýr IS 300h tekur við af IS 250 bílnum sem verið hefur á markaði síðan 2007. IS 300h er sportlegur fjögurra dýra lúxusbíll og var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf í vor.

Nýr IS 300h er lengri og stærri, en um leið lægri en forverinn. Hjólhafið hefur lengst um 70 mm þannig hefur tekist að auka fótarými í aftursætum all verulega og er það nú orðið með því besta sem gerist í þessum flokki. Farangursrými bílsins hefur stækkað í 450 lítra með því að koma rafhlöðunni fyrir undir farangursrýminu.

Vélin í IS 300h er 181 hestöfl en til viðbótar er síðan rafmótor sem gerir heildarhestaflafjöldan 223 hestöfl og lofar það ansi góðu. Eyðslan er frá 4,3 lítrum á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda ogbíllinn er 8,3 sekúndur að komast ur kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er til í nokkrum útfærslum og er nú kominn í sölu hjá Toyota / Lexus við Kauptún í Garðabæ. Má þar nefna glæsilega F sportútfærslu af bílnum. Lexus IS 300h kostar frá um 7 milljónum króna sem er svipað verð og þýsku keppinautar hans frá BMW, Audi og Mercedes-Benz í þessum stærðarflokki lúxusbíla.

Stikkorð: Lexus  • Lexus IS 300h