*

Bílar 27. júlí 2021

Nýr Lexus með ten­gilt­vinn­vél

Lexus frumsýndi á dögunum nýja kynslóð NX sportjeppans sem breytir talsvert um útlit frá fyrri útgáfum.

Lexus frumsýndi á dögunum nýja kynslóð NX sportjeppans og er hann talsvert breyttur í útliti. Stærsta breytingin er þó að hann verður nú í boði í tengiltvinnútfærslu.

Þetta er önnur kynslóð Lexus NX og er bíllinn á TNGA-K undirvagninum eins og Toyota RAV4. Það gerir það að verkum að hjólhafið á NX er 30mm lengra en áður. Lexus NX hefur stækkað nokkuð miðað við forverann og er 20 mm lengri, 20 mm breiðari og 5 mm hærri en eldri kynslóðin.  Alls er bíllinn 60 mm lengri en RAV4 en annars mjög svipaður í öllum tölum.

Sama 2,5 lítra bensínvél er í nýjum Lexus NX og í er í Toyota RAV4. Bensínvélin ásamt 18,1 kW rafhlöðunni skilar samtals 302 hestöflum. Bíllinn mun draga 65 km á rafmagninu samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda.

Þá kemur NX einnig með hinni hefðbundnu Hybrid tvinnvél en þannig skilar sportjeppinn skilar 239 hestöflum. Nýja kynslóð bílsins er talsvert aflmeiri en eldri gerðin. Tvinnvélin skilar NX úr kyrrstöðu í hundraðið á 7,7 sekúndur.

Hægt er að velja um bæði framdrif eða fjórhjóladrif í þessari nýju útgáfu. Lexus hefur ekkert gefið upp hvort NX komi sem hreinn rafbíll eins og litli bróðir UX.

Stikkorð: Lexus