
Breski bílaframleiðandinn Bentley kynnti nýjan jeppa í gær á bílasýningunni í Genf í Sviss. Sýningin hófst í gær og stendur yfir til 18. mars.
Óhætt er að fullyrða að Bentley EXP 9 F eigi sér fáa líka. Stjórnendur Bentley segja að jeppinn verði dýrasti og hraðskreiðasti jeppi í heimi - ef af framleiðslu hans verður.
Jeppinn er talsvert stærri en Range Rover og er svipað pláss í honum og Bentley Mulsanne. Jeppinn er með 600 hestafla V12 vél með túrbínu.
Sérfræðingar í bílaheiminum telja afar líklegt að af framleiðslu bílsins verði og Bentley sé í raun kominn lengra með áætlanir sínar en þeir vilja láta uppi.
Bentley fyrirtækið var stofnað árið 1919 af Walter Owen Bentley. Rolls Royce keypti félagið árið 1931 og hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1998.
Forstjóri Bentley mætir á nýja jeppanum í Genf í gær. (Hægt er að smella á myndir til að stækka þær)
Myndband frá Genf og um jeppann.
Sumum finnst jeppinn flottur, öðrum ljótur.
íburðurinn er eins og í öðrum Bentley-um.
Plássið að innan er eins og í Mulsanne.
Lúxusinn er í fyrirrúmi - og afturrúmi.