*

Bílar 29. maí 2017

Nýr M4 frá BMW

BMW hefur sent fram á sjónarsviðið M4 CS sem á að brúa bilið á milli hins hefðbundna M4 og ofurútgáfunnar M4 GTS.

BMW kann að búa til aflmikla og sportlega bíla sem hafa framúrskarandi aksturseiginleika. Nú hefur bæverski bílaframleiðandinn sent fram á sjónarsviðið M4 CS sem á að brúa bilið á milli hins hefðbundna M4 og ofurútgáfunnar M4 GTS.

Hinn nýi BMW M4 CS er engin aukvisi með 3 lítra vél með forþjöppu og fínasta vopnabúr undir húddinu. Vélin er aflmikil og skilar alls 454 hestöflum. Bíllinn þýtur úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,9 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 278 km/klst. M4 CS er byggður að allnokkrum hluta úr áli sem léttir bílinn umtalsvert. Hann hefur þegar sýnt áægti sitt því hann fór Nurburging hringinn á tímanum 7 mín. og 38 sek. sem er fínasta skor og það sama og Lexus LFA náði.

Stikkorð: BMW  • bílar  • M4