*

Bílar 13. september 2018

Nýr Mazda CX-3 frumsýndur

Nýr Mazda CX-3 verður frumsýndur á næstkomandi laugardag í höfuðstöðvum Brimborgar.

Nýr Mazda CX-3 hefur verið endurhannaður að utan sem innan. Bíllinn er búinn næstu kynslóð af tækni og stíl frá þekktri Kodo hönnun Mazda.

Mazda CX-3 kemur með uppfærðu grilli, nýju sætisáklæði og armpúða svo eitthvað sé nefnt. Mazda CX-3 er eins og flestir sportjeppar með háa sætisstöðu og gott útsýni fyrir ökumann og farþega. Við hönnun bílsins var mikil áhersla lögð á gott efnisval í innréttingum ásamt þægindum og notagildi fyrir ökumann og farþega bílsins.

Bíllinn er með háþróaðri i-Activsense árekstrarvarnartækni sem eykur öryggið. Þá eru háþróaðir skynjarar, laser- og radartækni í bílnum sem aðstoða ökumann við að hindra alvarlega árekstra og slys meðal annars með aðstoð blindpunkts- og veglínuskynjunar.

Með SKYACTIV spartækni Mazda hámarkar nýtingu á eldsneyti. Mazda CX-3 er búinn nýjustu SKYACTIV-VEHICLE DYNAMICS tækni og er auk þess með G-VECTORING akstursstjórn sem er kerfi sem Mazda segir hannaði í anda fornrar japanskrar hugmyndafræði, Jinba Ittai. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann. Kerfi bílsins undirbúa hann fyrir akstur inn í og út úr beygjum með því að flytja þyngdarpunkt og breyta afli eftir aðstæðum.