*

Bílar 10. mars 2013

Nýr Mercedes-Benz A-Class: Laglegur lúxusbíll

Nýr Mercedes-Benz A-Class er nettur og sportlegur lúxusbíll sem hefur vakið mikla athygli síðan hann kom á markað í haust.

Róbert Róbertsson

Fáir ef nokkrir bílar hafa breyst jafn mikið milli kynslóða og Mercedes-Benz A-Class. Það er nánast eins og töfrasprota hafi verið veifað hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum í Stuttgart þegar bíllinn var kynntur sl. haust. Um er að ræða ótrúlega miklar breytingar frá fyrri gerð hvað varðar hönnun og aksturseiginleika. Það verður að segjast eins og er að fyrri kynslóð bílsins var reyndar lítið spennandi og ekki mikið fyrir augað. Hins vegar kemur þessi nýi A-Class mjög sterkur til leiks og boðar raunar á margan hátt breytta tíma hjá Mercedes- Benz.

Bíllinn er fagurlega hannaður að innan jafnt sem utan. Nýtt grill að framan er sérlega flott sem og straumlínulagaðar hliðar bílsins og sportlegur afturhluti hans. Mikið er lagt upp úr vönduðu efnisvali í innréttingunni sem er mjög sportleg og töff þar sem stór aðgerðaskjár setur punktinn yfir i-ið. Það er vandað til verka eins og búast má við hjá Mercedes-Benz.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.