*

Bílar 24. ágúst 2012

Nýr Mercedes-Benz GLK sportjeppi

Fulltrúar frá Mercedes-Benz í Þýskalandi verða viðstaddir þegar nýr GLK-sportjeppi verður frumsýndur í Bílaumboðinu Öskju.

Nýr Mercedes-Benz GLK sportjeppi er kominn á markað hér á landi. Nýja útfærslan af þessum vinsæla, fjórhjóladrifna sportjeppa er talsvert breytt í útliti og hönnun. Framhluti og innrétting GLK hafa verið endurhönnuð og eru nú enn glæsilegri en áður. Meðal nýjunga í búnaði eru LED-dagljósabúnaður og sjálfskipting í stýri.

Þá er nýr GLK sparneytnari, betur búinn og öflugri en nokkru sinni. Dráttargetan er nú 2.400 kg og alls 400 kg meiri en í eldri gerðinni. Meðaleyðsla GLK er 6,5 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri, sem er enn minni eyðsla en i  eldri gerðinni sem lenti í verðlaunasæti bæði 2011 og 2012 í sínum flokki í sparaksturskeppni Atlantsolíu.

Nýr GLK verður frumsýndur í Bílaumboðinu Öskju á morgun, laugardaginn 25. ágúst kl. 12-16. Fulltrúi frá Mercedes-Benz í Þýskalandi verður á staðnum ásamt starfsfólki Öskju og veitir góð ráð um aukabúnað, varahluti og viðhald. Þá gefst gestum færi á svara nokkrum laufléttum spurningun og í verðlaun verða helgarafnot af nýjum GLK. Verð á nýjum GLK er frá 6.890.000 kr.