*

Bílar 6. maí 2015

Nýr ofurbíll í smíðum hjá Bugatti

Ofurbíllinn Bugatti Chiron á að komast á 100 km hraða á tveimur sekúndum.

Ofurbíllinn Bugatti Chiron, sem er í smíðum, á að vera gríðarlega aflmikill og komast á 100 km hraða á einungis tveimur sekúndum samkvæmt upplýsingum frá bílaframleiðandanum.
Sportbíllinn verður með 8 lítra W16 vél sem skilar brjálæðislegum 1.500 hestöflum. Það er því ekkert skrítið að hann verði skruggufljótur. Bíllinn er enn á hugmyndastigi en stefnt er að því að hann komi á markað árið 2016.

Chiron, sem er skírður í höfuðið á kappakstursbílsjóranum Louis Chiron, mun samkvæmt þessu slá út aðra ofurbíla eins og La Ferrari, McLaren P1, Koenigsegg Regera og Porsche 918. Þá mun Chiron fara hraðar en eldri bróðirinn Bugatti Veyron sem var 1.200 hestöfl í öflugustu útfærslu og alls enginn letingi. Bugatti Chiron verður m.a. með rafdrifnar forþjöppur. Ekki er kominn verðmiði á bílinn en ljóst er að hann mun kosta sitt.

Stikkorð: Bugatti  • Bugatti Chiron