*

Bílar 8. mars 2011

Nýr ofurfjölskyldubíll frá Ferrari uppseldur

Ferrari FF er fyrsti fjórhjóladrifni og fjögurra sæta bílinn frá ítalska bílaframleiðandunum.

Ferrari FF er nýr bíll frá ítalska bílaframleiðandanum. FF stendur fyrir Ferrari Four sem vísar til þess að hann er fjórhjóladrifinn og fjögurra sæta. Samkvæmt Bloomberg Businesssweek er bílinn er nú þegar uppseldur.

Ferrari

Fyrstu fréttiir af bílnum voru fluttar í janúar sl. Aðeins verða 800 eintök framleidd á ári og er bílinn uppseldur út þetta ár.

FF er markaðssettur sem fjölskyldubíll en hann er með 6,2 lítra vél sem er 660 hestöfl. Hann er aðeins 3,7 sekúndur upp í hundraðið og hámarkshraðinn er 337 kílómetrar á klukkustund.

Verðið á bílnum er um 40 milljónir króna í Bandaríkjunum. Það væri u.þ.b. tvöfalt hærra yrði bíllinn settur í íslenskar númeraplötur.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband með bílnum þegar hann var í prófunum.

Stikkorð: Ferrari