*

Bílar 15. nóvember 2011

Nýr ofurjeppi frá Mercedes Benz

Nýr ML 63 AMG hefur litið dagsins ljós. Bíllinn er enn kraftmeiri en eldri gerð en eyðir mun minna.

Í gær kynnti Mercedes Benz ofurgerðina af ML jeppanum, ML 63 AMG. Sú útgáfa er með 557 hestafla vél og er 47 hestöflum aflmeiri en eldri vél. Innrétting bílsins er ný og í takt við innréttingarnar í nýja E bílnum og C bílnum.

Mercedes Benz hefur tekist að minnka eyðsluna mikið. Nýja gerðin eyðir 11,8 lítrum á hundraði í blönduðum akstri en eldri gerðin eyddi 16,5 lítrum.  Nýja gerðin eyðir því 28% minna en sú eldri.

Mercedes Benz ML jeppinn kom fyrst á markað árið 1997. Fyrsti bíllinn af nýrri 2012 kom af færibandinu 20 júlí og er hann mikið breytttur frá eldri gerð eins og sjá má á myndunum.

Grunngerðin af bílnum mun kosta í kringum 24 milljónir króna á Íslandi. 

Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær.