*

Bílar 16. janúar 2015

Nýr og breyttur Ford Focus

Brimborg mun frumsýna nýjan Ford Focus á morgun bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Róbert Róbertsson

Nýr Ford Focus verður frumsýndur hjá Brimborg á morgun, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Bíllinn hefur breyst mikið í útliti. Stóra breytingin að utan er nýr og laglegur framendi sem mun koma til með að einkenna komandi kynslóðir Ford bíla. Eins eru nýju straumlínulöguðu afturljósin áberandi. Þetta eru þó ekki einu breytingarnar því afturendinn hefur einnig verið endurhannaður og sömu sögu er að segja um innanrýmið.

Nýja kynslóð Ford Focus státar af fjölmörgum tækninýjungum og má þar nefna Torque Vectoring Control sem tryggir akstursánægju og öryggi við akstur. Eins má nefna endurbætta bílastæðaaðstoð (aukabúnaður) sem nú leggur í stæði sem eru samhliða og þvert á akstursstefnu. Að auki er nú fáanlegt GPS leiðsögukerfi með Íslandskorti.

Nýr Focus verður í boði bæði með bensín- og dísilvélum. Þar á meðal eru tvær nýjar vélar ásamt Ford EcoBoost vélinni sem hefur verið valin vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð. Um er að ræða annars vegar 1,5 lítra EcoBoost bensínvél með sjálfskiptingu sem skilar 150 hestöflum. Hún eyðir einungis 5,8 l/100 km í blönduðum akstri og losar aðeins 134 g/km. Hin nýja vélin er 1,5TDCi dísilvél sem er fáanleg með bein- og sjálfskiptingu. Með beinskiptingu skilar hún 95 eða 120 hestöflum og með sjálfskiptingu skilar hún 120 hestöflum. Ford Focus með 1,5TDCi vél og beinskiptingu fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Allar vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop búnaði og standast einnig kröfur

Stikkorð: Brimborg  • Ford Focus