*

Bílar 30. nóvember 2014

Nýr og fullkomnari Mondeo

Öryggi og þægindi eru það sem einkenna nýjan Ford Mondeo sem kominn er til Evrópu en bíllinn er stærri í sniðum en forverinn.

Fallegt umhverfi og skemmtilegir fjallavegir skemmdu ekki fyrir akstrinum á nýjum Ford Mondeo í Malaga á Spáni á dögunum. Í fyrra voru tuttugu ár síðan fyrsti Ford Mondeo var kynntur til leiks. Ný kynslóð af bílnum var fyrst frumsýnd í Bandaríkjunum á árið 2012 í Detroit . Hann var svo frumsýndur í Evrópu í París í haust. Nú hefur bíllinn verið valinn fyrirtækjabíll ársins 2015 í Danmörku. Aðrir bílar sem komust í úrslit voruVolkswagen Passat, Volvo V60 og Audi A4. Innréttingarnar í Ford Mondeo, stillingamöguleikar og nuddpúðar sæta var meðal þess sem dómnefndin horfði til.

Bíllinn er lipur í akstri og mikið lagt upp úr því hversu hljótt er í honum. Sætin eru þægileg og rýmið gott fyrir bílstjóra og farþega. Nýjungar í tækni venjast fljótt og getur bílstjóri slakað vel og notið akstursins á þægilegan hátt.

Nánar er fjallað um bílinn í blaðinu Eftir vinnu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Hægt er nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.