*

Bílar 5. ágúst 2012

Nýr og kraftmikill Jaguar

Jaguar C-X75 mun kosta 140-180 milljónir króna og koma á markað 2014.

 

Jaguar er að framleiða geysiöflugan sportbíl C-X75. Hann mun vera 500 hestöfl og fer úr kyrrstöðu í hundraðið á innan við 3 sekúndum. Hann er samt einungis með 1,6 lítra vél en einnig búinn Hybrid tækni. Svo fá megi 500 hestöfl úr svo lítilli vél er hún búin bæði keflablásara og forþjöppu og hún snýst allt að 10.000 snúningum á mínútu.

Bíllinn nýtur reyndar aldrei bara afls vélarinnar, heldur einnig tveggja 600 volta rafhlaða sem vélin hleður sífellt inn á. Honum má aka á rafmagninu einu allt að 60  kílómetra. Jaguar C-X75 mun kosta 140-180 milljónir króna og er áætlað að fyrstu bílarnir komi á markað árið 2014.

Stikkorð: Jaguar