*

Bílar 7. janúar 2015

Nýr og nettur ítalskur sportbíll

Puritalia ætlar að framleiða 427 eintök af nettum sportbíl. Verðmiðinn verður um 28 milljónir króna.

Róbert Róbertsson

Nýr ítalskur sportbíll mun líta dagsins ljós ef allt gengur eftir hjá framleiðandanum Puritalia. Ætlunin er að framleiða 427 eintök af nettum sportara sem ber nafnið Puritalia 427. Kannski ekki það frumlegasta en skýrt og skorinort engu að síður.

Orðatiltækið margur er knár þótt hann sé smár á sannarlega við um þennan snaggaralega bíl en hann verður með 5,0 lítra Ford Coyota V8 vél undir húddinu sem skilar 445 hestöflum. Það er því ljóst að hér er ekki um neinn letingja að ræða. Þá verður einnig hægt að fá sportbílinn með 605 hestafla útfærslu en vélin fær þá stóran keflablásara til aflaukningarinnar. Bíllinn, sem er tveggja sæta, er afturhjóladrifinn og með 6 gíra beinskiptingu.

Samkvæmt upplýsingum frá Puritalia verður verðmiðinn um 220.000 dollara, eða um 28 milljónir króna.

Stikkorð: Puritalia  • Puritalia 427
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is