*

Bílar 23. september 2012

Nýr og nettur Peugeot 208

Um er að ræða nettan og umhverfisvænan bíl sem á sér forvera í 205, 206 og 207 bílum franska bílaframleiðandans.

Nýr Peugeot 208 hefur verið kynntur til leiks hér á landi. Um er að ræða nettan og umhverfisvænan bíl sem á sér forvera í 205, 206 og 207 bílum franska bílaframleiðandans.

Peugeot hefur selt ríflega 15 milljónir bíla úr 2 seríu sinni síðan 205 bíllinn kom á markað árið 1983. 206 bíllinn var gríðarlega vinsæll og seldist betur en Volkswagen Golf á tímabili. Hins vegar hefur sala Peugeot á 2 línunni og hagnaður dregist saman að undanförnu aðallega vegna harðrar samkeppni á markaði bíla í þessum stærðarflokki. Ljóst er hins vegar að franski bílaframleiðandinn ætla sér stóra hluti með þessum nýja, laglega borgarbíl.

Peugeot 208 sameinar marga bestu eiginleika fyrirrennara hans 205, 206 og 207, auk þess að vera, léttari og með minni loftmótstöðu. Franski bílaframleiðandinn leggur áherslu á hönnun, tækni, þægindi og öryggi í þessum nýja og netta bíl. Þess má geta að bíllinn fékk fimm stjörnur í nýjum og endurbættum öryggisprófunum EuroNCAP.

Peugeot 208 kemur í þremur útfærslum: Access, Active og Allure og hægt verður að velja um sjö vélarstærðir bæði bensín eða dísil, með eldsneytiseyðslu við blandaðan akstur frá 3,4 – 4,5L/100km og CO2 útblástursgildi frá 87g – 104g. Peugeot kostar frá kr. 2.290.000 hjá Bernhard sem er umboðsaðili Peugoet á Íslandi.