*

Bílar 3. ágúst 2016

Nýr og öflugur Golf

Í tilefni 40 ára afmælis Golfsins, sem er vinsælasti bíll Volkswagen, er nú framleiddur kraftmesti Golfinn í sögunni.

Volkswagen Golf GTI hefur verið kynntur til sögunnar af tilefni 40 ára afmælis Golfsins sem er vinsælasti bíll þýska bílaframleiðandans. Nýi Golfinn nefnist Clubsport og er kraftmesti Golfinn í sögunni.

Golf GTI Clubsport er með tveggja lítra forþjöppu bensínvél undir húddinu sem skilar 265 hestöflum. Vélin er með svokallaðan „overboost“ búnað sem eykur aflið upp í 290 hestöfl í allt að 10 sekúndur. Hámarkshraði bílsins er 250 km/klst og hann er einungis 5,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.

Fjöðrunin og loftmótstaðan hafa einnig verið verið bætt miðað við hefðbundinn GTI og felst það m.a. í nýjum vindkljúfi á þaki bílsins og breyttum framstuðara. Clubsport er aðeins öðruvísi í útliti en hefðbundinn Golf GTI og munar þar helst um breytttan framstuðara sem er með aukaflipa á hliðunum og ný hönnun á vindkljúfi á þaki. Þá er afturstuðarinn með innbyggða svuntu.

Mikið er lagt í Clubsport og innréttingin er mjög vönduð. Sportsætin eru klædd Alcantara-leðri að hluta og GTI merkið er saumað í höfuðpúðana. Clubstport er kominn til Íslands samkvæmt upplýsingum frá Heklu, umboðsaðila Volkswagen á Íslandi.