*

Bílar 18. mars 2012

Nýr og sportlegri A

Grillið á nýja Mercedes Benz A er eins og það sé þakið demöntum.

Mercedes Benz kynnti nýju A línuna á bílasýningunni í Genf á dögunum. Bílinn hefur verið endurhannaður frá grunni og er orðnn mun sportlegri en forverinn.

Að jafnaði kynnir þýski bílaframleiðandinn nýjungar í tæknibúnaði og hönnun í stærri tegundum. Grillið á nýja A Benzinum hefur ekki sést áður hjá bílaframleiðandanum og lítur út eins og það sé þakið demöntum.

Augljóst er að A línunni er ætlað að ná til yngri hóps kaupenda og er ætlað að keppa við minni gerðirnar af Audi og BMW.

A línan er minnsti bílinn sem Mercedes Benz framleiðir undir sínu merki og kom fyrst á markað árið 1997. Er þetta þriðja útgáfan af bílnum.

Hægt verður að kaupa bílinn í sumar en hann kemur í sýningarsali um miðjan júní. Óvist er hvert verðið verður á nýja bílnum.