*

Bílar 20. september 2016

Nýr Panamera afhjúpaður í París

Ný gerð af Porsche Panamera verður afhjúpuð á bílasýningu í París.

Allt stefnir í að bílasýningin í París verði spennandi sem aldrei fyrr miðað við þær upplýsingar sem nú berast frá bílaframleiðendum. Porsche lætur ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn og mun m.a. frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera.

Ein eftirtektarverðasta gerðin af honum sem afhjúpuð verður núna, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, drægni upp að 50 km og sameinaða krafta brunavélar og rafmótors upp á 462 hestöfl. Tog bílsins er 700 Nm. Það er því sannarlega nóg af afli í þessum lúxusbíl. Hybrid tæknin frá Porsche er svo sem rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur skilað bikurum í hús með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016.

Stikkorð: Porsche  • París  • bílar  • bílasýning