*

Bílar 14. mars 2017

Nýr Panamera frumsýndur

Panamera er sportlegur í meira lagi en hann er með lúxussæti fyrir fjóra.

Önnur kynslóð lúxuskerrunnar Porsche Panamera var frumsýnd með viðhöfn hjá Bílabúð Benna sl. laugardag. Porsche hefur skilgreint þennan stóra, fjögurra dyra fólksbíl sem nýja vídd í flokki lúxusbíla.

Panamera er sportlegur í meira lagi en hann er með lúxussæti fyrir fjóra. Bíllinn er afar vel búinn hvað varðar tækni og lúxus. Bíllinn skilar gríðarlegu afli og mjög góðum akstureiginleikum hvort sem um er að ræða styttri spretti eða löng afslöppuð ferðalög. Panemra kemur með bæði bensín- og dísilvélum sem eru báðar aflmiklar. Porsche býður einnig uppá tvær rafmagns E-Hybrid plug-in útgáfur af Panamera sem núna er hægt að fá fjórhjóladrifnar. Má þar nefna 462 hestafla bíl sem er aðeins 4,6 sekúndur í hundraðið.

Eitt af markmiðum Porsche að baki Panamera var að allir í bílnum, hvar sem þeir sitja, fái jafn stóran hlut í óviðjafnanlegri akstursánægju. Það er nokkuð til í því enda mikil akstursupplifnun að sitja í bílnum jafnvel þótt þú sitjir í aftursætunum sem eru eins og Saga Class sæti.

Stikkorð: Porsche  • frumsýndur  • Panamera