*

Bílar 9. desember 2014

Nýr Passat eftir áramót

Nýr Volkswagen Passat, sem kemur til Íslands eftir áramóti, er talsvert rúmbetri en eldri gerð.

Nýr Volkswagen Passat kemur til Íslands eftir áramótin. Við fengum að reynsluaka bílnum á Ítalíu fyrir skömmu og munum fjalla nánar um bílinn eftir áramót.

Bíllinn er velheppnaður að utan og innan. Hann er talsvert rúmbetri en eldri gerð, veghljóð er lítið og aukin þægindi og lúxus eru að innan. Þeir hjá Volkswagen hafa þar með fært bílinn mun nær þýskum lúxusbílum í miðstærð, Audi A6, BMW 5 og Mercedes-Benz E-Class sem og Lexus GS.

Bíllinn verður boðinn með tvinnvél um mitt næsta ár en vélaúrvalið verður gott.